Lofsöngur
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Oh, God of our land! Oh, our country's God!
We praise your holy, holy name!
From the solar systems we will tie you a crown
your armies, a timely collection.
One day is a thousand years to you,
and thousand years; a day, and no more.
An eternal (small)flower with a tear in its eye,
that praises its god, and then dies.
Iceland's thousand years
Iceland's thousand years!
An eternal (small)flower with a tear in its eye,
that praises its god, and then dies.
Ó guð, ó guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
Voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.
Oh God, oh God! We fall far down
and sacrifice your burning, burning soul,
Father, our Lord from generation to generation,
we tell our most important tales.
We tell and we thank for a thousand years,
for you are our only shelter.
We tell and we thank with tears in our eyes,
for you created our fortune wheel.
Iceland's thousand years,
Iceland's thousand years!
Our dark and cold mornings, our fallen tears,
that warm up with the rising sun.
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
Íslands þúsund ár,
Íslands þúsund ár!
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,sem þroskast á guðsríkis braut.
Oh, the God of our land! Oh, our country's God!
We live as waving, waving straws.
We die, if you aren't the light and the life,
that lifts us from the dust.
Oh, be the sweetest every morning,
our leader through troubled times.
And at nighttime, be our heavenly rest and our protector
and our lord on this road.
Iceland's thousand years,
Iceland's thousand years!
The nation shall grow with drying tears,
it will mature in Gods way.